Mögnuð auglýsing Markaðsstofu Norðurlands slær í gegn

Mögnuð auglýsing Markaðsstofu Norðurlands slær í gegn

Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf fyrr í mánuðinum sýningar á nýrri sjónvarpsauglýsingu, þar sem ferðir með beinu flugi frá Bretlandi til Akureyrar eru auglýstar.

Myndefnið er fengið frá Markaðsstofu Norðurlands, úr auglýsingu sem Tjarnargatan framleiddi og var frumsýnd um miðjan ágúst.

Sjá einnig: Svona er Akureyri kynnt fyrir ferðamönnum – Myndband

Í færslu Markaðsstofu Norðurlands segir: „Útkoman er stórgóð og mikið er lagt í að auglýsingin fari sem víðast um Bretland enda er flogið frá flugvöllum um landið allt. Norðurland fær því frábæra auglýsingu sem áfangastaður.”

Hér að neðan má sjá bæði auglýsingu Super Break og svo auglýsingu Markaðsstofunnar í heild sinni

UMMÆLI