Mömmur og möffins færðu Sjúkrahúsinu á Akureyri rúma eina milljón króna

Mömmur og möffins færðu Sjúkrahúsinu á Akureyri rúma eina milljón króna

Í gær afhentu Mömmur og möffins afrakstur sumarsins. Að þessu sinni var afhent 1.071.937 krónur til fæðingardeildarinnar á Akueyri sem er aukning frá fyrra ári.

Öll vinna í kringum Mömmur og möffins er gefin til verkefnisins og því fer allur afrakstur til fæðingardeildarinnar, að undanskyldum þeim kostnaði sem hlýst af posafærslum.

Í tilkynningu á Facebook síðu Mömmur og möffins segir: „Við erum glaðar og stoltar yfir árangri sumarsins og fengum að sjá hvernig vöggur verða pantaðar fyrir peningagjöfina, en fyrir þessa upphæð er hægt að kaupa 6 nýjar vöggur fyrir deildina.“

Undirbúningurinn í sumar var hjá Lady Circle klúbbi 15 ásamt vinum og ættingjum.

Mömmur og möffins hafa fest sig í sessi sem einn af hugljúfustu viðburðum Einnar með öllu sem haldin er um verslunarmannahelgina á Akureyri. Bæjarbúar, fyrirtæki og hópar taka sig saman og baka möffins kökur en þetta árið voru tæplega 3000 möffins kökur lagðar á borðið og seldar ásamt kaffi og söfum. 

Mömmur og möffins nú alls fært fæðingardeild sjúkrahússins tæpar sex milljónir frá árinu 2010.

Sambíó

UMMÆLI