Norðurland eystra verið Covid laust í viku

Norðurland eystra verið Covid laust í viku

Nú er liðin vika síðan að síðast var virkt Covid smit á Norðurlandi eystra. Lengra er síðan einhver var síðast skráður í sóttkví á svæðinu.

Síðast greindist nýtt Covid-19 smit á Norðurlandi eystra 1. desember. Það smit greindist á Akureyri hjá einstaklingi í sóttkví.

Þrátt fyrir að ekkert virkt smit hafi verið á svæðinu í viku og ekkert nýtt smit hafi greinst síðan 1. desember er svæðið enn skráð rautt á COVID-19 viðvörunarkerfinu. Það þýðir meðal annars að það er grímuskylda í almenningssamgöngum, verslunum, þegar farið er milli sóttvarnahólfa og í starfsemi sem krefst nándar. Fólk ætti að takmarka samveru við sína allra nánustu og fjöldatakmörkun er 5 til 20 manns. Þá er tveggja metra reglan enn í gildi.

Viðvörunarkerfið hefur ekki verið uppfært síðan að Norðurland eystra varð smitlaust. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, svaraði spurningu blaðamanns mbl.is á dögunum um það hvers vegna landinu sé skipt upp í þetta kerfi ef það er rauður lit­ur í öll­um lands­hlut­um þegar lítið er um smit ann­ars staðar en á höfuðborg­ar­svæðinu?

„Við erum að kom­ast út úr bylgj­unni og það gild­ir ekki bara um höfuðborg­ar­svæðið. Þetta er ekki mæli­kv­arði á það hversu mörg smit eru í dag. Litakóðaskipt­ing­in tek­ur til­lit til miklu fleiri atriða og eins og hef­ur komið fram áður þá eru menn smeyk­ir ef við verðum með mis­mun­andi liti og mis­mun­andi tak­mark­an­ir á mis­mun­andi stöðum, að fólk fari þá að flakka meira á milli. Hins veg­ar yrði staðan allt öðru vísi ef við vær­um með mjög mörg smit í Reykja­vík akkúrat núna, við vær­um með ein­hvern hápunkt af smit­um þar en ekki ann­ars staðar. Þá væri það klár­lega áminn­ing um að vera með mis­mun­andi aðgerðir í gangi á mis­mun­andi lands­svæðum eins og hef­ur verið,“ sagði Þórólfur en nánari umfjöllun um viðvörunarkerfið má finna á vef mbl.is með því að smella hér.

Þrettán greindust með kórónuveiruna á landinu öllu í gær. Átta voru í sóttkví við greiningu en fimm utan sóttkvíar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó