Ný áform fyrir gamla tjaldsvæðisreitinn miða að þéttingu byggðar „á akureysku.“Ljósmynd: Akureyrarbær/Nordic office of architecture

Ný áform fyrir gamla tjaldsvæðisreitinn miða að þéttingu byggðar „á akureysku.“

„Undanfarna mánuði hefur staðið yfir vinna við endurskoðun deiliskipulags fyrir svæðið sem áður var tjaldsvæði við Þórunnarstræti. Nú liggja fyrir drög að framtíðarskipulagi svæðisins,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Drögin voru unnin af fyrirtækinu Nordic Office of Architecture fyrir hönd bæjarins og leggja áherslu á að skapa „ný græn almenningsrými“ auk þess að stuðla að fjölbreyttari og ríkari starfsemi á svæðinu. Eftir breytingarnar mun svæðið, samkvæmt drögunum, innihalda:

Fjölbreyttar íbúðir
Heilsugæslu
Berjaya hótel
Krambúð á nýjum stað
Fleiri verslunar- og/eða þjónusturými
Leiksvæði
Mögulega sameiginglegt gróðurhús
Fjölbreytt græn dvalarsvæði
Stígakerfi sem tengir svæðið við nærumhverfið

Markmiðið með þessum breytingum er að ná því sem Nordic Office of Architecture kallar „Þéttingu byggðar á Akureysku.“ Fari allt samkvæmt áætlun munu rísa 180 til 200 nýjar íbúðir á svæði sem hefur góðan aðgang að almenningssamgöngum og verður að mestu bíllaust, en sameiginlegur bílakjallari verður reistur sem kemur í veg fyrir að tileinka þurfi pláss ofan jarðar til bílastæða. Þar að auki myndast rúmlega þúsund fermetrar til verslunar og þjónustu.

Fundur var haldinn í Íþróttahöllinni í gær, 8.nóvember, þar sem áformin voru kynnt, en lesendur geta nálgast nánari upplýsingar um áformin sem og drögin fyrir nýju deiluskipulagi með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó