Ný legudeildaálma við Sjúkrahúsið á Akureyri á undirbúningsstigi

Sjúkrahúsið á Akureyri.

Í frumvarpi fjármálaáætlunar ríkisins fyrir tímabilið 2019-2023 er gert ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu legudeilda við SAk verði hafnar innan fimm ára, þ.e. árið 2023. Gert er ráð fyrir að nýja álman verði um 8.500 fermetrar að stærð og rísi sunnan núverandi húsnæðis.

Á árinu gerði sjúkrahúsið samning við bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Virginia Mason Institute (VMI) um vinnu við þarfagreiningu á innra skipulagi legudeildanna. Fjölmargir starfsmenn hafa komið að þeirri vinnu og skapað hugmyndir og lausnir sem tengjast vinnuferlum og þjónustu við sjúklinga.

En ljóst er að vinnuferli og flæði sjúklings um legudeildir verða að vera ráðandi þáttur í innra skipulagi auk þess sem sjúkrastofur og annað rými þarf að vera sveigjanlegt og geta mætt þörfum sjúklinga á hverjum tíma. Verkefnið er unnið út frá hugsun straumlínustjórnunar og munu niðurstöðurnar nýtast hönnuðum nýju legudeildaálmunnar við vinnu þeirra í framhaldinu.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó