Nýir eigendur taka við Salatsjoppunni

Nýir eigendur taka við Salatsjoppunni

Nýir eigendur munu taka við Salatsjoppunni á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 1. september. Nýir eigendur eru þau Erlingur Örn Óðinsson, Katrín Ósk Ómarsdóttir, Jóhann Stefánsson og Heiðar Brynjarsson.

„Það eru spennandi tímar framundan með breytingum og fullt af nýjungum sem verða kynntar fljótlega,“ segir í tilkynningu frá Salatsjoppunni.

Á meðan breytingum stendur verður Oat Breakfastbar, sem er staðsettur í sama húsnæði, lokað tímabundið. Staðurinn mun opna á ný eftir nokkrar vikur með breyttu sniði.

UMMÆLI