Nýtt myndband frá Hvanndalsbræðrum

Nýtt myndband frá Hvanndalsbræðrum

Hljómsveitin Hvanndalsbræður hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið X af nýrri hljómplötu sveitarinnar sem ber nafnið Hraundrangi. Myndbandið er tekið upp á Akureyri og leikstýrt og unnið af Kristjáni Kristjánssyni. Lagið X hefur klifrað upp vinsældarlista útvarpsstöðva undanfarið og er feyki vinsælt, Ása Elínardóttir ljáir bræðrunum rödd sína í laginu.

Platan Hraundrangi er aðgengileg á Spotify en platan er einnig til í afar takmörkuðu upplagi á vinyl og fæst keypt í Tónabúðinni á Akureyri og Orr skartgripaverslun Skólavörðustíg 17b í Reykjavík. Hér er þegar um safngrip að ræða og síðustu eintökin í sölu þessa dagana.

Hljómsveitin fagnar 18 ára starfsafmæli þessa dagana og bíður átekta með að halda veglega útgáfutónleika þegar færi gefst.

Myndbandið við lagið X má finna hér:

UMMÆLI