Nýtt tónlistarmyndband frá Pálmum

Nýtt tónlistarmyndband frá Pálmum

Hljómsveitin Pálmar frá Akureyri gaf í dag út tónlistarmyndband við lagið Hafsteinn en þetta er annað lagið sem þeir gefa út.

„Um er að ræða lengsta tónlistarmyndband í norðlenskri tónlistarsögu,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni.

Meðlimir sveitarinnar eru Andrés Vilhjálmsson, Geir Sigurðsson og Þorgils Gíslason. Jón Tómas Einarsson tók upp myndbandið og klippti. Hægt er að fylgjast með hljómsveitinni á facebook síðu hennar Pálmar. 

UMMÆLI