VG

Off-Venue tónleikar á AK Extreme

Stefán Elí spilar á Akureyri Backpackers

AK Extreme hátíðin verður haldin á Akureyri næstu helgi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2002 sem partur af hugmynd að búa til snjóbrettahátíð á Akureyri og er nú orðin ein af vinsælustu tónlistar- og snjóbrettahátíðum bæjarins.

Hátíðin í ár verður sú stærsta hingað til. Atburðir verða víðsvegar um bæinn en opnunarpartý AK Extreme verður haldið á Græna hattinum 5. apríl. Í ár verður boðið upp á svokallaða „Off Venue“ tónleika á hátíðinni. Aðgangur verður þar ókeypis og ekkert aldurstakmark.

„Off Venue“ tónleikarnir verða í verslun 66°Norður og á Akureyri Backpackers föstudaginn 6.apríl. Þar munu meðal annars koma fram listamenn frá Akureyri á borð við KÁ-AKÁ og Stefán Elí. Þá mun einn vinsælasti rappari landsins um þessar myndir, Flóni, koma fram í 66°Norður.

Dagskráin verður eftirfarandi:

66°Norður á Hafnarstræti 94
15:30 Egill Spegill
16:30 KÁ-AKÁ
17:30 Flóni

Akureyri Backpackers
18:15 Þura Stína
19:15 Stefán Elí
20:00 GDRN

KÁ-AKÁ

Rapparinn Flóni er vinsæll

UMMÆLI