Öflugt umferðareftirlit á Norðurlandi eystra í aðdraganda páskahelgarinnar

Öflugt umferðareftirlit á Norðurlandi eystra í aðdraganda páskahelgarinnar

Síðustu tvo daga hefur lögreglan á Norðurlandi eystra verið með öflugt eftirlit með umferð. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þó nokkuð margir séu á faraldsfæti í aðdraganda páskahelgarinnar og að 34 umferðarlagabrot hafi verið skráð á miðvikudag og fimmtudag í þessari viku.

„Skráð eru 34 umferðalagabrot síðustu tvo daga, þar af eru 29 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og einn fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Erum við að sjá tölur allt að 137 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km/klst en sá ökumaður á von á sekt upp á 150.000,- krónur og 3 punkta í ökuferilsskrá. Viljum biðja alla ökumenn sem og vegfarendur að fara varlega og virða umferðareglur,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Sambíó

UMMÆLI