Öll smit á Norðurlandi eystra tengd landamærunum

Öll smit á Norðurlandi eystra tengd landamærunum

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra eru nú skráð sjö virk smit á Norðurlandi eystra. Aðeins fimm þeirra eru skráð á vef covid.is.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að ölli smitin á svæðinu tengist landamærunum.

Fjögur smitanna eru á Akureyri, eitt er í Hörgársveit og tvö á Húsavík.

„Hvetjum við alla að halda áfram að sinna sínum persónulegum sóttvörnum og kynna sér vel nýju sóttvarnarreglurnar sem að tóku nýlega í gildi,“ segir í tilkynningu lögreglu.

UMMÆLI


Goblin.is