Öllum ferðum Strætó um Norðurland aflýst í dag

Öllum ferðum Strætó um Norðurland aflýst í dag

Ferðum Strætó á Norðurlandi hefur verið aflýst í dag en um er að ræða leiðir 56, 78 og 79.

Leið 56 keyrir vanalega á milli Akureyrar, Reykjahlíðar og Egilsstaða, leið 78 á milli Siglufjarðar, Ólafsfjarðar Dalvíkur og Akureyrar og leið 79 á milli Akureyrar og Húsavíkur.

Strætisvagnar Akureyrar munu keyra innanbæjar á Akureyri á meðan veður og færð leyfa.

UMMÆLI