R5 bar lætur Covid teymið heyra það

R5 bar lætur Covid teymið heyra það

Rekstraraðilar R5 bars við Ráðhústorg á Akureyri hafa lýst yfir óánægju sinni með heilbrigðisráðherra og Covid19 teymið í yfirlýsingu á Facebook síðu staðarins. Tónleikum kvöldsins á staðnum hefur verið frestað.

Á Facebook síðu barsins kemur fram að skoðun þeirra sem koma að staðnum sé að það eigi að loka landamærum strax þar til að yfirvöld hafi tileinkað sér markvissari og öruggari skimun og sóttkví þeirra sem vilja koma til landsins.

„Vegna alvarlegra og ítrekaðra mistaka heilbrigðisráðherra og hins heilaga Covid19 teymis (endalaus smit í gegnum landamæri) frestum við tónleikahaldi kvöldsins,“ segir á Facebook.

„Við verðum áfram með opið og förum eftir öllum þeim reglum sem gilda. Verið velkomin.“


Goblin.is

UMMÆLI

Sambíó