beint flug til Færeyja

Rafmagnslaust í Lundarskóla

Rafmagnslaust í Lundarskóla

Rafmagnslaust er í Lundarskóla á Akureyri og verður það út daginn. Foreldar hafa verið hvattir til þess að sækja börnin sín.

Í pósti til foreldra í skólanum segir að frístund verði áfram opin en það væri gott ef foreldrar hefðu tök á því að sækja börnin fyrr.

Nemendur í 5. og 6. bekk verða sendir fyrr heim í dag og hefur póstur verið sendur á forráðamenn þeirra.

Símkerfi skólans liggur einnig niðri og því ekki hægt að hringja í skólann. Ef nauðsynlegt er að koma skilaboðum áleiðis er fólki bent á að senda tölvupóst á stjórnendur skólans.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó