Rekstrarstyrkur til Iðnaðarsafnsins samþykktur

Rekstrarstyrkur til Iðnaðarsafnsins samþykktur

Í gær samþykkti bæjarstjórn Akureyrar rekstrarstyrk til Iðnaðarsafnsins á Akureyri að upphæð 4.5 milljónir króna. Samþykktinni fylgir að kannaður verði fýsleiki sameiningar Iðnaðarsafnsins og Minjasafnsins og eða stofnun nýs minja og sögusafns.

„Sannarlega eru þetta góðar fréttir og við þökkum bæjarstjórn Akureyrar kærlega þetta framlag. Það sem þó vekur ekki síður athygli í þessu og gleður okkur mjög mikið er sú viðurkenning við starfi sjálfboðaliðanna sem heita hollvinir Iðnaðarsafnsins fellst í þessari samþykkt og þau lofsamlegu ummæli sem féllu á bæjarstjórnarfundinum yfir og um störf þeirra og sú sýn sem fram kemur í orðum bæjarfulltrúa um mikilvægi starfs hollvinanna. Það ómetanlega starf þeirra er ekki sjálfsagt,“ segir í tilkynningu Iðnaðarsafnsins á Facebook.

„Ennfremur og síðast en ekki sýst er ljós sá vilji bæjarstjórnar Akureyrar greinilegur að halda áfram að vernda iðnaðar – og atvinnusöguna með stuðningi og framlagi hollvina Iðnaðarsafnsins. Þetta gefur okkur Iðnaðarsafnsmönnum byr í seglin og við höldum nú með fullum seglum til móts við vorið og sumarið og lofum öllum þeim sem okkur sækja heim að segja iðnaðarsögu Akureyrar í léttri og skemmtilegri leiðsögn í máli og myndum, og kvikmyndum, og af nógu er að taka.“

Iðnaðarsafnið er opið alla daga vikunnar frá klukkan 13.00 til klukkan 16.00.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó