Reykjavíkurdóttir á svið Samkomuhússins

Reykjavíkurdóttir á svið Samkomuhússins

Leikkonan og tónlistarkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leikur eitt aðalhlutverkanna í söngleiknum Vorið vaknar sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í janúar.

Þórdís útskrifaðist í haust sem leikkona frá Listaháskóla Íslands. Hún er auk þess á kafi í tónlist en hljómsveitin hennar, Reykjavíkurdætur, mun gefa út nýja plötu í vor.

Sjá einnig: Júlí Heiðar spenntur fyrir því að búa á Akureyri næstu mánuði

Vorið vaknar fékk átta Tony verðlaun þegar söngleikurinn var frumfluttur á Broadway árið 2006. Söngleikurinn farið sigurför um heiminn en þetta verður í fyrsta skipti sem hann er settur upp af atvinnuleikhúsi á Íslandi.

Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, leikstýrir söngleiknum, tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og danshöfundurinn er hinn margverðlaunaði Lee Proud frá West End. Aðrir aðalleikarar söngleiksins eru Júlí Heiðar Halldórsson, Þorsteinn Bachmann og Edda Björg Eyjólfsdóttir.

UMMÆLI

Sambíó