Reykjavíkurmaraþon í Eyjafirði

Reykjavíkurmaraþon í Eyjafirði

Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka var aflýst í ár vegna Covid-19 en þó munu fjölmargir hlaupa fyrir góð málefni. Hannes Bjarni Hannesson, sjúkraþjálfari hjá Eflingu-sjúkraþjálfun, ætlar til að mynda að hlaupa sitt ,,Reykjavíkurmaraþon“ frá heimili sínu í Síðuhverfi, Akureyri, fram í Hólakirkju.

Hann hleypur til styrktar Grófinni geðverndarmiðstöð og ætlar Grófarfólk að vera með hvatningarstöðvar við Jólahúsið og Smámunasafnið. Hann leggur af stað kl 9:00 frá Bakkasíðu 5, verður við Jólahúsið ca 10:20-10:30 og við Smámunasafnið ca 12:00. 

Hannes hefur þegar safnaði 69 þúsund krónum en hægt er að styrkja hann með því að smella hér.

Þá mun hópur af hlaupurum hlaupa fyrir Minningarsjóð Baldvins Rúnarssonar. Hópurinn hittist við Hrafnagilsstíg klukkan 11 á morgun og hver og einn getur hlaupið eins langt og hann vill.


Goblin.is

UMMÆLI

Sambíó