Ríkið býður út rekstur á Öldrunarheimilum Akureyrar

Ríkið býður út rekstur á Öldrunarheimilum Akureyrar

Sjúkratryggingar Íslands hafa auglýst eftir viðræðum við aðila, fyrirtæki, félög eða stofnanir í þeim tilgangi að taka við rekstri Öldrunarheimili Akureyrar. Þetta kemur fram í umfjöllun N4.

Frestur til að tilkynna stjórnvöldum áhuga á rekstri heimilanna rennur út um miðjan febrúar. Á Öldrunarheimili Akureyrar eru 173 hjúkrunarrými þar af þrjú sérhæfð rými, átta dvalarrými, 20 almenn dagdvalarrými og 16 dagdvalarrými fyrir heilabilaða.

Akureyrarbær rak áður ÖA sem hluta af velferðarþjónustu sveitarfélagsins samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir hönd ríkisins. Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti í fyrra að óska ekki eftir framlengingu á rekstrarsamningi sem rann út 31. desember 2020.


UMMÆLI