Sætaferðir á leik Grindavíkur og Þór/KA

Mynd: thorsport.is

Á laugardag mætast Grindavík og Þór/KA í Pepsi deild kvenna. Leikurinn fer fram í Grindavík en með sigri munu Þór/KA tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Stelpurnar hafa spilað frábærlega í Pepsi deildinni í sumar og unnið 13 af 16 leikjum sínum og aðeins tapað einum leik.

Forráðamenn liðsins vilja bjóða upp á rútuferðir fyrir stuðningsmenn liðsins til Grindavíkur til að hvetja liðið áfram og vonandi fagna með þeim í leikslok. Til þess þarf að ná ákveðnum fjölda í rúturnar en stefnt er að því að leggja af stað klukkan 7 á laugardagsmorgun og mun sætið kosta 2000 krónur.

Það er hægt að skrá sig í ferðina hjá eftirfarandi aðilum:

Nói:  663-6404

Erna: 861-8819

Ragga: 863-2884

Inga Júl: 690-4514

Jóhanna: 863-0577

Jórunn: 868-2380

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó