Safna fyrir risa kúnni Eddu

Safna fyrir risa kúnni Eddu

Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar hefur hafið söfnun fyrir risa kúnni Eddu, listaverki sem verður í Eyjafirði. Markmiðið er að safna fimm milljónum króna.

Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, hannaði risakúna Eddu að beiðni Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Beate mun sjálf sjá um að smíða verkið. Edda verður þrír metrar á hæð og fimm metrar á lengd. Hún verður að mestu hol að innan, 13 járnborðar með textabrotum tengdum kúm skreyta hana.

„Risakýrin Edda verður heiðursvarði um allar Búkollur, Auðhumlur, ló ló mínar Löppur og aðrar gæðakýr þessa lands,“ segir á Facebook síðu söfnunarinnar.

UMMÆLI