Samið um Andrésar andar leikana 2022Frá undirritun samningsins: Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Kristrún Lind Birgisdóttir formaður SKA og Fjalar Úlfarsson formaður Andrésarnefndar. Mynd: Akureyri.is

Samið um Andrésar andar leikana 2022

Í vikunni skrifuðu Akureyrarbær og Skíðafélag Akureyrar undir samfélag um Andrésar andar leikana 2022. Andrésar andar leikarnir fara fram í Hlíðarfjalli og eru fyrir börn á aldrinum 4-15 ára. Sérstök Andrésarnefnd Skíðafélags Akureyrar sér um framkvæmd mótsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.

„Hér er um að ræða eitt stærsta skíðamót landsins með um 1.000 keppendum ár hvert. Þeim fylgja þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og fjölskyldur og má því gera ráð fyrir að um 2.500-3.000 manns sæki leikana. Andrésar Andar leikarnir fara að jafnaði fram frá miðvikudegi til laugardags í apríl, í sömu viku og sumardagurinn fyrsti,“ segir í tilkynningu.

Sambíó

UMMÆLI