Samið um rekstur Hríseyjarferjunnar út árið 2023

Samið um rekstur Hríseyjarferjunnar út árið 2023

Vegagerðin hefur samið við Andey um rekstur Hríseyjarferjunnar Sævars út árið 2023. Andey hefur rekið ferjuna á tímabundnum samning frá áramótum en sá samningur átti að renna út um mánaðarmótin mars/apríl.

„Hríseyjarferjan er eini þjóðvegurinn milli Hríseyjar og lands og því gott að málefni hennar séu komin á hreint út þetta ár,“ segir í tilkynningu.

„Við í Hrísey erum afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu. Það er léttir að vita hvernig næstu mánuðir verða í samgöngum hjá okkur,“ segir Ásrún Ýr Gestsdóttir, verkefnisstýra Áfram Hrísey

UMMÆLI