Sandra Stephany Mayor best hjá Þór/KA

Mynd: thorsport.is/Palli Jóh

Lokahóf Íslandsmeistara Þór/KA var haldið í gærkvöldi. Sandra Stephany Mayor leikmaður liðsins  heldur áfram að hala inn verðlaunum en hún var valinn besti leikmaður liðsins. Hún fékk einnig viðurkenningu á dögunum fyrir að vera besti leikmaður Pepsi deildar kvenna.

Þór/KA höfðu næga ástæðu til að fagna en ásamt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn varð 2. flokkur liðsins Íslands- og bikarmeistari í sumar. Lokahófið var haldið í Golfskálanum að Jaðri.

Eins og venja er til voru leikmenn verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína innan vallar sem utan. Þá færðu leikmenn aðstoðarfólki liðsins gjöf fyrir óeigingjarnt starf í þágu liðsins.

Eins og kemur fram hér að ofan var Mexíkóinn Sandra Stephany Mayor valinn besti leikmaður Þór/KA. Hulda Björg Hannesdóttir var valinn efnilgasti leikmaður liðsins og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir markmaður liðsins var leikmaður leikmannanna.

Þá var þeim Lillý Rut Hlynsdóttir og Söndru Maríu Jessen veittar viðurkenningar fyrir að hafa spilað meira en 100 leiki með meistaraflokki.

Í 2. flokki var Margrét Árnadóttir valinn besti leikmaðurinn, Karen María Sigurgeirsdóttir efnilegust og Saga Líf Sigurðardóttir var leikmaður leikmannanna.

Sandra María Jessen fékk svo Kollubikarinn sem er veittur til minningar um Kolbrúnu Jónsdóttur sem starfaði lengi í kvennaráði Þór/KA. Kolbrún var mikils metinn innan Þór/KA en hún lést árið 2016. Sá sem vinnur bikarinn hverju sinni þarf að vera gædd eiginleikum sem þóttu einkenna Kolbrúnu líkt og áræðni, hörku og dugnað. Sandra María Jessen náði að sigrast á slæmum meiðslum á mettíma í vor og komst á EM með íslenska landsliðinu ásamt því að vera mikilvægur hluti af liði Þór/KA sem lyfti Íslandsmeistaratitlinum.

 

UMMÆLI