Prenthaus

Segir tímabært að skipta um nafn á Akureyrarkirkju

Segir tímabært að skipta um nafn á Akureyrarkirkju

Séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, segir að tímabært sé að skipta um nafn á kirkjunni. Hann segir að það sé kominn tími á að kalla hana Matthíasarkirkju, líkt og höfundar hennar vildu á sínum tíma. Þetta kem­ur fram í grein Svavars á vef­miðlinum Ak­ur­eyri.net

„Mín skoðun er sú, að nú sé komið að því að gera kirkjuna á Grófargilshöfðanum enn fegurri og kalla hana það sem höfundar hennar vildu nefna hana.

Matthíasarkirkja á Akureyri var byggð sem trúarlegt listaverk. Megi hún halda áfram að vera staðurinn við enda himnastigans, þar sem trúin og listin sameinast í anda mesta listamanns sem bærinn hefur eignast.

Og megi hún enn gleðja hinn gamla timburmeistara hvar sem bein hans fúna,“ skrifar Svavar en greinina í heild sinni má lesa á Akureyri.net

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó