Sex reglur sem allir ættu að fara eftir á netinu

Sex reglur sem allir ættu að fara eftir á netinu

Netið kom fyrst til Íslands 1986 en aðeins örfáir höfðu aðgang að því þá.

Árið 1989 voru töluvert fleiri komnir með aðgang að netinu hér á landi en þá var það allt annað en það er í dag.

Í dag eru næstum því allir á Íslandi tengdir netinu. Á nokkrum árum hefur netið farið úr því að vera ekki til, yfir í það að vera inná hverju einasta heimili.

Netið hefur sýna kosti en einnig galla og því ber að varast hvað þú gerir á netinu. Frá því að netið kom hefur fólk átt mun léttara með að afla sér upplýsinga. Í dag eru allar tölvur á Íslandi tengdar netinu sem gerir þeim kleift að setja hvað sem er inn á netið og jafnvel nafnlaust. Eftir að internetið kom hefur það haft mikil áhrif á samfélagið t.d. fer fólk sjaldnar á bókasöfn og sendir færri póstkort. Það sem þú setur á netið hverfur aldrei og því má aldrei setja neitt á netið sem gæti haft slæmar afleiðingar. Nær allar vinnur tengjast netinu á einn eða annan hátt nú til dags. Áður fyrr voru einu leiðirnar til þess að hafa samskipti, sem ekki voru í eigin persónu með síma eða með bréfum. Í dag fara flest öll samskipti í gegnum netið bæði persónuleg samskipti og vinnutengd.

Við bjuggum til sex reglur sem allir ættu að fara eftir inná netinu, sérstaklega ungmenni.

  1. Ekki senda nektarmyndir
  2. Ekki tala við ókunnuga
  3. Ekki tala illa um aðra á netinu eða segja eitthvað neikvætt.
  4. Þú skalt biðja um leyfi annara ef þú ætlar að birta mynd eða upplýsingar af öðrum.
  5. Ekki segja neitt við aðra á netinu sem þú getur ekki sagt í eigin persónu.
  6. Ekki þykjast vera einhver annar en þú ert fyrir athygli á netinu.

Þetta eru reglur sem við viljum að unglingar í dag fylgi. Okkur finnst að unglingar í dag séu of kærulausir í garð gjörða sinna á netinu og gera sér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér. Þess vegna viljum við koma þessum skilaboðum á framfæri.

Brynhildur Írena Sunna Björnsdóttir, Hildur Arnarsdottir, Ísafold Kelley og Kristrún Ríkey Ólafsdóttir.

Fjölmiðlaskólinn á Akureyri er námskeið á vegum Akureyrarbæjar í samstarfi við Vinnuskólann. Ungmenni úr 8.bekk í skólum bæjarins koma saman og fá fræðslu um helstu grunnatriði fjölmiðlunnar og myndbandsgerðar. Eftir það þurfa þau að standa á eigin fótum og semja sitt eigið efni undir leiðslu starfsmanna Vinnuskólans.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó