Síðuskóli vígir glæsilega nýja skólalóðÓlöf Inga Andrésdóttir, skólastjóri, tók til máls og kynnti hina ýmsu gesti. Ljósmynd: Rúnar Freyr Júlíusson

Síðuskóli vígir glæsilega nýja skólalóð

Glæsilegt nýtt leiksvæði á skólalóð Síðuskóla var vígt við hátíðlega athöfn í morgun þar sem starfsfólk og nemendur skólans fögnuðu áfanganum ásamt foreldrum og öðrum gestum.

Nýja skólalóðin skartar ýmsum skemmtilegheitum, líkt og þessum flotta kastala, aparólu, glæsilegum körfuboltavelli og fleiru
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, mætti á viðburðinn og óskaði Síðuskóla til hamingju með nýju skólalóðina, sem hún sagði líklegast vera þá glæsilegustu á landinu.
Þessar stúlkur voru ekki feimnar þegar þær stigu á svið og leiddu samnemendur sína í skólasöng Síðuskóla í tilefni dagsins.
Eva Wium Elíasdóttir var sérstakur heiðursgestur athafnarinnar. Eva er fyrrum nemandi Síðuskóla og virkilega efnileg í körfubolta, en Eva spilar með bæði körfuknattleiksliði Þórs sem og kvennalandsliði Íslands í körfubolta. Þegar Eva var nemandi við Síðuskóla óskaði hún reglulega eftir því að skólalóðin fengi almennilegan körfuboltavöll. Nú þegar slíkur völlur er til staðar fékk Eva þann heiður að vígja völlinn með því að skjóta fyrstu körfuna á nýja vellinum. Á myndinni sést hún í miðju skoti en það má fylgja sögunni að boltinn sigldi að sjálfsögðu beint ofan í körfuna.
Hér má sjá gamla leiksvæðið sem eldri lesendur kannast eflaust margir við. Þessi kastali var vígður árið 2004 og var á sínum tíma einn sá allra flottasti á landinu, samkvæmt Ólöfu skólastjóra. Gamli kastalinn fær að standa áfram, þar sem hann er hluti af byggðarsögu Akureyrarbæjar, en eins og sjá má hafa börnin líka ennþá mjög gaman af honum. Árið 2004 átti Síðuskóli 20 ára afmæli. Þannig á Síðuskóli 40 ára afmæli á næsti ári, árið 2024. Ólöf Inga skólastjóri sagði það fagnaðarefni að á 40 ára afmæli, rétt eins og því 20 ára, muni Síðuskóli eiga glænýjan og glæsilegan leikvöll með glæsilegum og nýtíksulegum leiktækjum. Við hjá Kaffinu bíðum spennt eftir því að sjá hvers konar leiktæki munu rísa fyrir 60 ára afmæli skólans árið 2044.
Sambíó

UMMÆLI