Sigga Snjólaug sýnir í Deiglunni

Sigga Snjólaug sýnir í Deiglunni

Föstudaginn 24. júlí kl. 20:00 opnar Sigríður Snjólaug Vernharðsdóttir sýningu í Deiglunni á Akureyri. Sýningin er afrakstur vinnustofudvalar hennar í 3 vikur og eru verkin enn í vinnslu.

Sigga Snjólaug hefur verið að vinna með ævintýrið um Eldfuglinn sem er gamalt rússneskt ævintýri. Ævintýri eru þjóðsögur sem fjalla gjarnan um yfirnáttúrulegar verur, fyrirbæri, töfra og álög.

Erum við stödd í miðju vondu ævintýri í dag? Nú má segja að við/heimurinn séum í álögum kórónuveirunnar: Grímur, veira, kórónur.

Í ævintýrinu um Eldfuglinn er ill vera sem nefnist Kachtcheï dauðalausi.
Dauði Kachtcheï er falinn og álög sem hann hefur lagt yfir samfélagið verður ekki létt nema dauði hans finnist.

Hvað verður heimurinn lengi í álögum veirunnar þar til lausn á smiti finnst? Við vonum að lækning finnist og við leysumst úr álögum.

Igor Stravinsky (1882-1971) var eitt merkasta og frægasta tónskáld 20. aldarinnar. Eldfuglinn var fyrsta stóra verkið sem hann samdi, þegar hann var 27 ára gamall.

Upphaflega var verkið ballett og þegar Eldfuglinn var frumsýndur í París varð Stravinsky heimsfrægur á einni nóttu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó