Sigmundur Davíð hættir í Framsóknarflokknum og stofnar nýtt stjórnmálaafl

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins greindi frá því á vef sínum Sigmundurdavid.is að hann myndi segja skilið við flokkinn fyrir komandi kosningar. Sigmundur mun stofna nýtt stjórnmálaafl fyrir kosningarnar.

Sigmundur nefnir ítrekaðar tilraunir til þess að koma honum frá og innanflokksátök sem ástæður fyrir þessari ákvörðun. Hann segir að hart hafi verið sótt að honum síðasta vor, harðar en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður í kynnst í seinni tíð.

Þórunn Egilsdóttir sækist eftir efsta sæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð segist standa frammi fyrir tveimur valkostum í kjölfarið af því að Þórunn tilkynnti að hún myndi sækjast eftir efsta sætinu. Að berjast áfram fyrir sæti sínu innan Framsóknarflokksins þar sem hann telur öfl innan flokksins grafa undan sér eða stofna nýjan flokk.

Hann segist hafa séð að  hópurinn sem nú ræður för innan flokksins sé tilbúinn í að fórna öðrum kosningum í það að losna við hann og hafi því ákveðið að velja annan kostinn.

Sá kostur er að vinna að myndun nýs stjórnmálaafls. „Þannig er hægt að mynda hreyfingu sem fylgir þeirri róttæku rökhyggju sem Framsóknarflokkurinn stóð fyrir á undanförnum árum og var að mínu mati stofnaður um….Slíkt afl mun geta haldið áfram þeirri vinnu sem við vorum langt komin með árið 2016,“ segir Sigmundur í pistlinum.

Að endingu tel ég rétt að árétta að þótt þetta hafi verið erfiðir tímar fyrir okkur gefst nú tækifæri til að endurvekja þann anda og þá sýn sem skilaði okkur og samfélaginu einstökum árangri. Erfiðast verður líklega að finna nafn á hreyfinguna.“

Að lokum hvetur hann fólk til að taka þátt í starfinu á einhvern hátt og segist vona að sem flestir séu tilbúnir að taka þátt í þessu sögulega tækifæri. Færslu Sigmundar í heild sinni má lesa með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó