Sjúkrahúsið á Akureyri fær tvö ný flutningshylki

Sjúkrahúsið á Akureyri fær tvö ný flutningshylki

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur tekið í notkun tvö flutningshylki til flutninga á sjúklingum sem þurft að vera í einangrun eða sóttkví.

Annað hylkið er framleitt af stoðtækjaframleiðandanum Össuri og verður notað til flutninga sjúklinga innandyra á sjúkrahúsinu. Hylkið var gjöf til Sjúkrahússins frá fyrirtækinu.

Sjá einnig: Starfsfólk Covid-deildarinnar á SAk dansar á framlínunni

Hitt hylkið er framleitt af fyrirtækinu LESS í Noregi og verður það notað við sjúkraflutninga í bílum og flugvélum.

Sjúkrahúsið hefur fengið mikinn stuðning og samhug frá samfélaginu á erfiðum tímum undanfarið. Auk hylkisins frá Össur má nefna barkaþræðingatæki frá Tengi og EGF-húðdropa fyrir starfsfólk frá ORF Líftækni/Bio Effect á Íslandi. Þá hafa peningagjafir verið að streyma inn til Hollvinasamtaka SAk sem notaðar eru til að styrkja búnað sjúkrahússins.

„Með hlýju í hjarta þökkum við ómetanlegan stuðning og samhug samfélagsins,“ segir á Facebook síðu Sjúkrahússins.

Sambíó

UMMÆLI