Sjúkrahúsið á Akureyri nýtur trausts íbúa

Sjúkrahúsið á Akureyri nýtur trausts íbúa

Niðurstöður úr könnun Gallup þar sem íbúar á Norður- og Austurlandi eru spurðir um traust til Sjúkrahússins á Akureyri sýna að 90 prósent íbúa á svæðinu beri mikið traust til Sjúkrahússins.

Könnunin sýnir einnig að 95 prósent þeirra sem höfðu nýtt sér þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri undanfarna 12 mánuði voru ánægðir með hana.

Þetta er betri niðurstaða en fyrir ári síðan þegar sama könnun var lögð fyrir. Þegar horft er til trausts stofnana sem Gallup mælir í þjóðarpúlsi sínum skorar Sjúkrahúsið á Akureyri hæst.

Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins, segir að þetta sé góður vitnisburður um það góða starf sem er unnið á sjúkrahúsinu.

„Þegar mikið liggur við og reynir á þá endurspeglast þau gildi sem liggja til grundvallar því starfi sem hér er unnið. „Kóvið“ og allt sem því hefur fylgt endurspeglar gildin okkar vel. Við leggjum áherslu á öryggi sjúklinga og starfsmanna með skýrum leiðbeiningum, viðeigandi hlífðarbúnaði,  sóttvörnum, umhyggju og virðingu. Með samvinnu og samstiltu átaki settum við upp sérstaka legudeild, göngudeild og þverfaglegt viðbragðsteymi og lítum á þær áskoranir sem upp koma sem tækifæri til að sækja fram með nýjar leiðir til að veita þjónustu,“ segir Bjarni í pistli sem birtist á vef Sjúkrahússins.

Þjonustukönnun Gallup

Sambíó

UMMÆLI