Sjúkrahúsið á Akureyri fær fjármagn til að bæta þjónustu við þolendur ofbeldis

Sjúkrahúsið á Akureyri.

Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, hef­ur veitt Sjúkrahúsinu á Akureyri 5 milljónir króna til að fjár­magna stöður sál­fræðinga sem sinna þjón­ustu við þolend­ur of­beld­is.

Samtals voru veittar 15 milljónir króna en fram­lög­in nema 5 millj­ón­um króna til Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri og 10 millj­ón­um króna til geðsviðs Land­spít­al­ans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

Í tilkynningunni segir að þetta sé þriðja árið í röð sem sjúkra­hús­un­um er veitt sér­stök fram­lög í þessu skyni. Í samstarfsyfirlýsingu sem var undirrituð í mars á þessu ári er fjallað um víðtækt sam­ráð á landsvísu í því skyni að efla aðgerðir gegn of­beldi í ís­lensku sam­fé­lagi og af­leiðing­um þess.

Aukin áherlsa hefur verið lagð á aðstoð, ráðgjöf og meðferð fyrir þolendur eldri ofbeldisbrota. „Allt of­beldi skil­ur eft­ir sig áverka og oft var­an­leg ör, hvort sem um er að ræða and­legt eða lík­am­legt of­beldi. Það hef­ur sýnt sig að meðferð hjá sál­fræðingi líkt og hér um ræðir get­ur skipt sköp­um um það hvernig fólki reiðir af og hvort það nær að vinna úr af­leiðing­um of­beld­is­ins á full­nægj­andi hátt. Ég tel því mjög mik­il­vægt að styðja áfram við þessa þjón­ustu á sjúkra­hús­un­um tveim­ur,“ seg­ir Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó