Sló tveggja ára gamalt Íslandsmet í Íþróttahöllinni á Akureyri

Sló tveggja ára gamalt Íslandsmet í Íþróttahöllinni á Akureyri

Ester Katrín Brynjarsdóttir, nemandi í Þelamerkurskóla, sló tveggja ára gamalt Íslandsmet í Hreystigreipi þegar hún tók þátt í Skólahreysti í gær í Íþróttahöllinni á Akureyri. Ester hékk í 17.20 mínútur en fyrra Íslandsmetið var 17 mínútur.

Skólahreysti 2023 hófst á Akureyri í gær með tveimur undanriðlum. Brúarásskóli vann fyrri riðilinn og Lundarskóli vann seinni riðilinn. Úrslitin munu fara fram 20. maí næstkomandi.

Útsendinguna frá Skólahreysti má sjá á vef RÚV með því að smella hér en Hreystigreipið hefst eftir rúmar 20 mínútur af útsendingunni.

UMMÆLI