Sofnaði undir stýri og keyrði út í sjó

Lítil fólksbifreð fór í sjóinn út af Leiruveginum við Akureyri í morgun. Atvikaðist óhappið með þeim hætti að ökumaðurinn sofnaði undir stýri og keyrði útaf veginum þegar hann var að koma niður úr Vaðlaheiði. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins. 

Engan sakaði en ökumaðurinn var einn í bílnum og kom sér sjálfur út úr bílnum og gekk í land.

Lögregla segir bílinn mikið skemmdan en hann var dreginn upp úr sjónum með dráttarbíl.

Bíllinn lenti hálfur á kaf í sjónum

Sambíó

UMMÆLI


Goblin.is