fbpx

Sorphirðu frestað vegna ófærðar

Sorphirðu frestað vegna ófærðar

Mikið hefur snjóað á Akureyri undanfarna daga og margar götur illfærar. Unnið er dag og nótt í snjómokstri og búið er að moka allar aðalgötur en margar íbúagötur bíða þess enn að verða mokaðar.

Í tilkynningu frá Akureyrarbæ í morgun kemur fram að sorphirðu hefur verið frestað vegna ófærðar. Sorphirða hefst að nýju eins fljótt og auðið er en íbúar eru beðnir um að hreinsa leið að sorptunnum.

UMMÆLI