Stærsti skjálfti dagsins

Stærsti skjálfti dagsins

Skjálftahrinan á Norðurlandi heldur áfram. Stærsti skjálfti dagsins hingað til mældist klukkan 19.26. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Þar segir:

Klukkan 19.26 mældist annar skjálfti af svipaðri stærð og skjálftinn sem mældist fyrr í dag. Þessi skjálfti fannst víða á Norðurlandi. Unnið er að því að fá nákvæma stærð á skjálftann.

Fyrsta greining á skjálftanum sem mældist klukkan 19:26 bendir til þess að stærð hans hafi verið 5.6, sem er stærri skjálfti en sá sem mældist fyrr í dag. Alls hafa um 750 mælst í hrinunni frá miðnætti. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist allt vestur á Ísafjörð og suður til höfuðborgarsvæðisins. Eins hafa borist tilkynningar um grjóthrun úr hlíðum á Tröllaskaga. Því er mikilvægt að fólk sýni aðgát undir bröttum hlíðum.

UMMÆLI

Sambíó