Stór hluti Akureyringa vill vistvæna bíla

Stór hluti Akureyringa vill vistvæna bíla

Um 59 prósent Akureyringa sem tók afstöðu í nýrri könnun um bifreiðakaup stefna á að kaupa bíl sem er að hluta eða öllu leyti drifinn áfram af vistvænum orkugjöfum.

Í könnuninni sem gerð var af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri fyrir Norðurorku var fólk spurt um næsta bíl sem það telji líklegt að það kaupi með tilliti til orkugjafa.

Um 30 prósent stefna á að kaupa bensín eða díselbíl, 23 prósent rafbíl, 18 prósent tengi-tvinnbíl og um 1 prósent metanbíl. 28 prósent svarenda sögðust ekki vita það/tóku ekki afstöðu til spurningarinnar.

Meirihluti þeirra sem tók afstöðu gátu hugsað sér að kaupa næst bíl sem drifinn er áfram af vistvænum orkugjöfum; rafbíl, tengi-tvinnbíl eða metanbíl. 41 prósent telja líklegt að bensín eða díselbíll verði næst fyrir valinu.

Könnunin var eins og áður sagði framkvæmd af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Hún var send á netföng 1.055 einstaklinga sem skráðir eru á Akureyri. 614 svöruðu könnuninni og telst svarhlutfall því vera 58%.

Sambíó

UMMÆLI