Streyma inn peningagjafir til Hollvinasamtaka SAk

Streyma inn peningagjafir til Hollvinasamtaka SAk

Peningagjafir til Hollvinasamtaka Sjúkarhússins á Akureyri hafa aukist mikið undanfarið. Í færslu á Facebook síðu sjúkrahússins segir að peningarnir verði notaðir til að styrkja búnað sjúkrahússins.

Nú er verið að kaupa ný fæðingarrúm, sérstaka og fullkomna ferðaöndunarvél, tvö sérútbúin gjörgæslurúm og tæki til kælingar hjá sjúklingum eftir hjartastopp. Fleiri tæki eru í bígerð sem verða tilkynnt síðar.

„Nú þegar meira og minna öll starfsemi SAk miðast við að geta sinnt þeirri óværu sem fer um heiminn þá er oft gott að vera minntur á að lífið heldur áfram og sjúkrahúsið á sterkan bakhjarl í samfélaginu sem við þjónum. Það er okkur ómetanlegt að finna þennan samhug í þjóðfélaginu á þessum tímum og kunnum við á SAk bæði Hollvinum og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóginn bestu þakkir fyrir,“ segir í færslunni.

Þær leiðir sem best er hægt að nýta til þess að styrkja starfsemi sjúkrahússins eru:

  • Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri
  • Gjafasjóður Sjúkrahússins á Akureyri
    • Hægt er að leggja beint inn á reikning sjóðsins kt. 490514-0230 og reikningsnúmer 565-26-654321
  • Hafa beint samband með tölvupósti á netfangið sak@sak.is og haft verður samband við þig.

UMMÆLI

Sambíó