Sumar í september

Sumar í september

Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson segir að sumarið á Íslandi standi fram í september þegar miðað er við hitatölur síðustu 40 ára. Þessu greindi RÚV frá fyrr í dag. Samkvæmt Trausta er heitasti tími ársins núna og var þetta tímabil kallað miðsumar til forna.

Þá segir hann að þegar rýnt er í meðalhita og meðal hámarkshita, hækkar hitinn mest frá júní til miðs júní og er hæsti hitinn oftast 24. júní. en þó er oft mjög heitt fram til 31. ágúst. Einnig er bent á að frá 20. júní til 15. ágúst séu mestar líkur á hitameti.

,,Ef við göngum út frá því að nægilega hlýtt sé orðið 1. júní til að vori sé lokið og sumar hafið hljótum við að viðurkenna að sumarið stendur vel fram í september,“ segir Trausti.

Lesa má greinina í heild sinni á ruv.is

 

 


UMMÆLI

Sambíó