Sveitapiltur sigraði stuttmyndakeppnina Stulla

Sveitapiltur sigraði stuttmyndakeppnina Stulla

Stuttmyndakeppnin Stulli fór fram í síðustu viku. Birgir Orri Ásgrímsson, nemandi í Brekkuskóla, sigraði keppnina í ár með myndinni Sveitapiltur.

Sveitapiltur þótti bera af hvað varðar persónusköpun, myndatöku og klippingu og fékk Birgir Orri 100 þúsund krónur í verðlaun.

Myndin The Lonely Flower var valin í annað sætið en að henni stóðu fimm nemendur í Brekkuskóla, þeir Dagur, Kári, Konráð Birnir, Óskar og Wissam. Þeir fengu 50 þúsund krónur í verðlaun.

Í þriðja sæti var myndin Bond og peningasvikin. Höfundar hennar eru María, Agnes og Ingibjörg nemendur í Giljaskóla. Þær fengur 25 þúsund krónur í verðlaun.

Stuttmyndakeppnin Stulli er árleg stuttmyndakeppni fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 18 ára og er á vegum Ungmenna-Hússins Rósenborgar. Keppnin var haldin við hátíðlega viðhöfn í Hömrum í Hofi fimmtudagskvöldið 11. apríl. Þátttökumet var slegið í ár en alls bárust 15 stuttmyndir í keppnina.

Hér að neðan má sjá bestu stuttmyndina í ár


UMMÆLI

Sambíó