Svekkjandi tap KA gegn Stjörnunni

Ásgeir Sigurgeirsson skoraði glæsilegt mark Mynd: Sævar Sig.

KA menn tóku á móti Stjörnunni í Pepsi deild karla í kvöld. Það var mikill vindur á Akureyrarvelli og aðstæður ekki með besta móti.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik náði Þorsteinn Már Ragnarsson að koma Stjörnumönnum yfir. Ásgeir Sigurgeirsson sem elskar að skora á móti Stjörnunni jafnaði metinn fyrir KA menn stuttu síðar með glæsilegu marki þar sem hann lék á varnarmenn Stjörnunnar áður en hann kom boltanum í markið.

Hilmar Árni Halldórsson tryggði Stjörnumönnum sigurinn með marki úr vítaspyrnu. Svekkjandi tap KA manna í leik sem hefði getað fallið hvoru megin sem er.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó