Sýrlandsstríðið á Þjóðminjasafninu

Khattab al Mohammad, frá Sýrlandi, vakti mikla athygli eftir að hann hélt áhrifamikinn fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri. Í fyrirlestrinum fjallaði Khattab um Sýrland fyrir og eftir stríð og hvernig það væri að upplifa stríð í heimalandi sínu. Ingibjörg Bragadóttir skrifaði pistil á Kaffið um upplifun sína af fyrirlestrinum og Birgir Örn Guðjónsson eða Biggi lögga, skrifaði einnig pistil um fyrirlesturinn sem vakti mikla athygli.

Miðvikudaginn 2.nóvember næstkomandi verður Khattab með fyrirlestur á Þjóðminjasafninu á milli 12 og 13.  Safnið er á Suðurgötu 41, staðsett í 101 Reykjavík. Fundurinn er hluti af fundaröð Háskóla Íslands Fræði og fjölmenning. Khattab flúði stríðið í Sýrlandi árið 2012 og fjallar um sögu, menningu og fjölbreytileika Sýrlands og veitir innsýn inn í hörmungar stríðsins. HÉR má finna atburðinn á Facebook.

khattab

UMMÆLI


Goblin.is