Þekkir þú konuna á myndinni?

Þekkir þú konuna á myndinni?

Jón Hjaltason sagnfræðingur vinnur nú að bók um sögu Einingar-Iðju. Fyrirhugað er að bókin komi út í febrúar á næsta ári. Bókin verður prýdd fjölda mynda, þar af er þessi meðfylgjandi mynd af Jóni Helgasyni, formanni Einingar á árunum frá 1974 til 1986.

Í tilkynningu segir: „Um síðara ártalið má að vísu deila en um það fjallar Jón nánar í sögu Einingar-Iðju. Það má reyndar líka fetta fingur út í þá fullyrðingu að þetta sé saga Einingar-Iðju þar sem frásögnin hefst aftur á 19. öld. En eflaust mun sagnfræðingurinn skýra þetta að því er virðist ártalarugl nánar í því mikla riti sem við eigum von á frá hans hendi. Gleymum ekki erindinu sem er að spyrja ykkur lesendur góðir; hvaða kona er þetta sem fylgir Jóni Helgasyni á myndinni?“

Svar má senda á Þorstein Arnórsson, steiniea@simnet.is eða beint á sagnfræðinginn, jonhjalta@simnet.is. Einnig er hægt að koma við á skrifstofu Einingar-Iðju.

UMMÆLI

Sambíó