Krónan Akureyri

Þorsteinn í 7. sæti á Evrópubikarmóti fatlaðra og tekur öll Íslandsmetin

Þorsteinn í 7. sæti á Evrópubikarmóti fatlaðra og tekur öll Íslandsmetin

Þorsteinn Halldórsson í Íþróttafélaginu Akri tók þátt á Evrópubikarmóti fatlaðra (European Para Cup) í bogfimi í Nove Mesto Tékklandi.

Það gekk mjög vel hjá Þorsteini í undankeppni mótsins á þriðjudaginn þar sem hann sló Íslandsmetið í Opnum flokki um 4 stig (og einnig Íslandsmet fatlaðra og 50+) með skorið 677 og var í 9 sæti í undankeppni mótsins.

Í útsláttarkeppninni á fimmtudag sló Þorsteinn einnig Íslandsmet í öðrum útslætti í útsláttarkeppni trissuboga karla í Opnum flokki um 1 stig (og einnig Íslandsmet fatlaðra og 50+) með skorið 148 og endaði í 7 sæti mótsins.

Ketilkaffi

UMMÆLI

Sambíó