Þrír eftir í einangrun á Norðurlandi eystra

Þrír eftir í einangrun á Norðurlandi eystra

Aðeins þrjú virk Covid-19 smit eru nú skráð á Norðurlandi eystra. Auk þess er einungis einn einstaklingur eftir í sóttkví á svæðinu.

Faraldurinn hefur farið hratt niður á við undanfarnar vikur á svæðinu en yfirvöld hafa ítrekað það við fólk að halda áfram að fara varlega þar sem að veiran er enn á ferli í samfélaginu.

14 smit greindust á landinu öllu síðastliðinn sólarhring en tveir þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar við greiningu.

UMMÆLI