Þrír einstaklingar fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri eftir tvö slys

Þrír einstaklingar fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri eftir tvö slys

Þrír einstaklingar voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri fyrr í dag eftir tvö slys sem urðu skammt frá Akureyri. Frá þessu er greint á mbl.is.

Þar er haft eftir varðstjóra í lög­regl­unni á Norður­landi að í öðru slysinu hafi kerra losnað aftan úr bifreið og hafnað á annarri bifreið með þeim afleiðingum að bæði ökumaður og farþegi slösuðust og voru fluttir á sjúkrahúsið. Slysið varð skammt frá Einarsstöðum.

Hitt slysið varð skammt frá Hauga­nesi en þar flaug fugl fyr­ir vél­hjól og reyndi ökumaður þess að forðast árekst­ur en datt af hjól­inu. Hann var einnig flutt­ur á sjúkra­hús en eng­inn er tal­inn al­var­lega slasaður.

UMMÆLI