Tónlistin í Eurovision-mynd Ferrell tekin upp í Hofi

Tónlistin í Eurovision-mynd Ferrell tekin upp í Hofi

Kvikmyndahljómsveit Íslands, SinfoniaNord, leikur tónlistina í Eurovision-kvikmynd stórleikarans Will Ferrell sem tekin er að hluta upp hér á landi. Tónlistin er í höndum tónskáldsins Atla Örvarssonar og verður tekin upp í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Myndin fjallar meðal annars um Eurovision-ævintýri Íslendinga og hafa tökur að miklu leyti farið fram á Húsavík. Auk Ferrells leika Hollywood-leikararnir Rachel McAdams og Pierce Brosnan í myndinni en það er Netflix sem framleiðir.

UMMÆLI