Tvö ný smit á Norðurlandi eystra – Fjölgar í sóttkví

Tvö ný smit á Norðurlandi eystra – Fjölgar í sóttkví

Í dag eru skráð fimm virk smit á Norðurlandi eystra og fjölgar því um tvo í einangrun frá því í gær. Það fjölgar einnig um fjóra í sóttkví.

Nú eru tíu einstaklingar skráðir í sóttkví í svæðinu og fimm skráðir í einangrun.

Síðast greindist nýtt smit á svæðinu 11. janúar. Fjórir greindust með kórónuveiruna á landinu öllu í gær og var helmingur þeirra í sóttkví. Tveir reyndust smitaðir á landamærunum.


Goblin.is

UMMÆLI

Sambíó