Úlla Árdal ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra MývatnsstofuÚlla Árdal. Mynd: Aðsend.

Úlla Árdal ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu

Úlla Ár­dal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunar­stjóra Mý­vatns­stofu. Í til­kynningu kemur fram að staðan sé ný og mark­miðið að efla nú­verandi verk­efni Mý­vatns­stofu á­samt því að víkka starf­semina út enn frekar í sam­starfi við Ný­sköpun í Norðri.

Úlla hóf störf þann 5. janúar og mun sinna verk­efnum sem styðja við upp­byggingu inn­viða í Skútu­staða­hreppi og Þing­eyjar­sveit með það að mark­miði að gera svæðið á­kjósan­legra til bú­setu og fjár­festinga á­samt því að vekja frekari at­hygli á náttúru­para­dísum Norður­lands eystra.

Úlla er marg­miðlunar­fræðingur frá Marg­miðlunar­skólanum og digi­tal compositor frá Campus i12 í Sví­þjóð. Hún starfaði síðast sem frétta­maður RÚV á Norður­landi, þar áður á sjón­varps­stöðinni N4.

Mý­vatns­stofa heldur utan um fjölda við­burða svo sem Vetrar­há­tíð við Mý­vatn og Mý­vatns­mara­þonið sem að Úlla mun að­stoða við að þróa og stækka enn frekar. Mý­vatns­stofa er sam­nefnari ferða­þjónustu í Skútu­staða­hreppi og Þing­eyjar­sveit. Hún sam­ræmir markaðs- og kynningar­mál fyrir ferða­þjónustu­fyrir­tæki og sveitar­fé­lögin gagn­vart inn­lendum og er­lendum ferða­mönnum. Helsta hlut­verk Mý­vatns­stofu er að markaðs­setja svæðið í þeim til­gangi að fjölga ferða­mönnum og lengja dvöl þeirra á­samt því að kynna svæðið sem á­kjósan­legan stað til bú­setu og fjár­festinga.

UMMÆLI