Undirbúa opnun kvennaathvarfs á Akureyri

Undirbúa opnun kvennaathvarfs á Akureyri

Samtök um kvenaathvarf hafa ákveðið að opna kvennaathvarf á Akureyri í tilraunaskyni. Þetta kemur fram á vef N4.

Þar segir að það standi til að taka á leigu fjögurra herbergja íbúð í bænum. Boðið verður upp á sólarhringsþjónustu fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta dvalið heima hjá sér vegna ofbeldis.

„Við hyggjumst opna seinni hluta ágúst 2020 og halda tilraunaverkefninu áfram út apríl 2021. Þegar líður að lokum tímabilsins leggjum við á ráðin um framhaldið en við sem komum að þessu verkefni erum þess fullviss að það leiði í ljós á þörf fyrir kvennaathvarf og hlökkum til að breyta tilraunaverkefni í framtíðarskipulag,“ segir í bréfi Sigþrúðar Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Samtaka um kvennaathvarf.

Rekstur athvarfsins verður á ábyrgð Samtaka um kvennaathvarf en verður samvinnuverkefni samtakanna, Bjarmahlíðar, Aflsins, félagsmálaráðuneytis, dómsmálráðuneytis og Akureyrarbæjar. Auk þess er treyst á að önnur sveitarfélög komi að verkefninu.

Sambíó

UMMÆLI