Krónan Akureyri

Unnur Stella sigraði Arctic Mixologist

Unnur Stella sigraði Arctic Mixologist

Kokteila- og matreiðslukeppnin Arctic Challenge fór fram á Strikinu á Akureyri í dag. Unnur Stella Níelsdóttir frá Múlaberg sigraði Arctic Mixologist kokteilakeppnina 2022 með drykknum Rabbi’s Blues.

Þórkatla Eggerz Tinnudóttir frá R5 bar endaði í öðru sæti og Ýmir Valsson frá Múlaberg í þriðja sæti. Átta keppendur frá stöðum á Akureyri og nágrenni tóku þátt í keppninni í dag.

Matreiðslukeppnin Arctic Chef fór einnig fram á Strikinu í dag og verður tilkynnt um úrslit í þeirr keppni síðar í dag.

Sjá einnig: Keppt í matreiðslu og kokteilagerð í Arctic Challenge á Akureyri

Verðlaunahafar
Rabbi’s Blues, verðlaunakokteillinn
Ketilkaffi

UMMÆLI

Krónan Akureyri